Stök frétt

Mynd: Alfonso Navarro - Unsplash

Umhverfisstofnun auglýsir tillögu að breytingu á starfsleyfi Terra Umhverfisþjónusta á Berghellu 1, Hafnarfirði. Breytingin felst í aukningu umfangs starfseminnar úr 7.900 tonnum í 12.100 tonn en aukning er í öllum úrgangsflokkum.


Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun (ust@ust.is) merkt UST 202204–225, athugasemdir verða birtar við útgáfu nema annars sé óskað. Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við ákvörðun um breytingu sbr. 6.gr. reglugerðar nr. 550/2018.
Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 6. febrúar 2024.

Tillaga að breyttu starfsleyfi