Veiðifrétt

19.09.2024 22:47

20. september 2024

Seinasti veiðidagur tímabilsins runninn upp, bjartur og fallegur. Enn eru nokkrar kýr óveiddar. Villi í Möðrudal með þrjá að veiða kýr á sv. 1, fellt í Mórauðafjallgarði og Hauksfjallgarði, Siggi Aðalsteins með þrjá að veiða kýr á sv. 1, fellt við Sandvötn, Aðalsteinn í Klausturseli með einn að veiða kú á sv. 2, fell við Grjótá á Múla, Jón Egill með tvo að veiða kýr á sv. 3, fellt á Víkum, Halli Pöllu með einn að veiða kú á sv. 3, fellt á Víkum, Reimar með einn að veiða kú á sv. 6, fellt undir Stöðvarskarði í Fáskrúðsfirði, Gunnar Bragi með einn að veiða kú á sv. 9, fellt í Kálfafellsdal. Þá er hreindýraveiðum lokið þetta árið: Fella átti 776 hreindýr nú í haustveiðum, 14 kýr á svo að fella í nóvember á svæðum 8. og 9. Þrír tarfar náðust ekki af kvótanum 2 á sv. 1 og einn á sv. 5. Fjórar kýr náðust ekki af kvótanum 2 á sv 4, 1 á sv. 5 og ein á sv. 6. Það er mjög góður árangur þar sem veðurfar var erfitt marga daga veiðitímabilsins. Einng var óvenju mörgum leyfum skilað seinustu vikurnar. Mikil vinna og tími fór í að bjóða mönnum á biðlistum leyfin sem inn komu og sumir fengu ekki marga daga til að ná þeim leyfum. Margir stukku til og tóku leyfi og náðu nær allir að veiða þau dýr. Seinasta leyfinu úthlutaði ég kl. 13.00 í dag og veiðimaðurinn var búinn að fella fyrir kl. 18.00. Það var vel gert. Ég vil þakka veiðimönnum og leiðsögumönnum með hreindýraveiðum kærlega fyrir samstarfið á tímabilinu. Veiðikveðjur Jóhann G. Gunnarsson.
Til baka