Veiðifrétt

06.09.2024 22:42

7. september 2024

Veðrið er gott en spáin verri eftir helgina. Villi í Möðrudal með einn að veiða kú sv. 1, fellt í Hrútárdrögum, Ívar Karl með einn að veiða tarf á sv. 1,fellt í Selárdrögum, Ólafur Gauti með einn að veiða tarf á sv. 1, fellt við Langafell, Aðalsteinn Sig með einn að veiða tarf á sv. 1, fellt við Leirvatn, Benni Óla með einn að veiða tarf á sv. 1, fellt vestan við Súlendur, Sigfús Heiðar með einn að veiða tarf á sv. 1, fellt við símakofa á Haugi, Alli Hákonar með einn að veiða kú á sv. 1, fellt við Sandhnjúka, Þorsteinn Aðalst. með einn að veiða tarf á sv. 2, fellt við Eyjakofa, Ívar Karl með tvo að veiða tarfa á sv. 3, fellt í Hraundal í Loðmundarfirði, Dagbjartur með einn að veiða tarf á sv. 3, fellt í Miðdalskjafti, Tóti Borgars með einn að veiða kú á sv. 4, fellt í Mjóafirði, Stebbi Kristmanns með tvo að veiða kýr á sv. 4, fellt í Mjóafirði, Óli í Skálanesi með tvo að veiða kýr á sv. 4, fellt í Mjóafirði, Egill Ragnars með einn að veiða kú á sv. 4, Hin eiginlega Mjóafjarðarhjörð ekki fundin enn, Vigfús með einn að veiða tarf á sv. 6, fellt í Leirudal, Einar Axels með einn að veiða tarf á sv. 6, fellt suðaustan við Hornbrynju, Gunnar Bragi með einn að veiða kú á sv. 7, fellt í Geithellnadal, Frosti með einn að veiða kú og annan að veiða tarf á sv. 7, fellt í Bratthálsi, Albert með einn að viða kú á sv. 7, fellt í Hofsdal, Jakob Karls með tvo að veiða tarfa á sv. 7, Siggi á Borg með einn að veiða tarf á sv. 9. fellt í Birnudal.
Til baka