Veiðifrétt

29.08.2024 23:43

30. ágúst 2024

Nú er frábært veiðiveður, sennilega á öllum veiðisvæðum. Villi í Möðrudal með einn að veiða tarf og annan að veiða kú á sv. 1, fellt í sunnanverðu Kistufelli og Mælifellsheiði, Siggi Aðalsteins með einn að veiða kú á sv. 1, fellt í Syðri Hágangi, Ólafur Gauti með tvo að veiða tarfa á sv. 1, fellt vestan Kistufells, Sveinbjörn Árni með einn að veiða tarf á sv. 1, fellt í Mælifelli, Óskar Bjarna með einn að veiða tarf á sv. 1, fellt vestan við Syðri Hágang, Friðrik Ingi með einn að veiða kú á sv. 1, Alli Hákonar með einn að veiða tarf á sv. 2, fellt í Flatarheiiði, Snæbjörn með tvo að veiða tarfa á sv. 2, fellt i Flatarhreiði, Arnar Hjalta. með einn að veiða tarf á sv. 3, fellt í Bárðarstaðadal, Tóti Borgars með einn að veiða tarf á sv. 3, fellt í Bárðarstaðadal,Vigfús með einn að veiða tarf á sv. 3, fellt á Skaga utan við Gilsárdal, Jónas Hafþór með einn að veiða tarf á sv. 3, fellt á Gilsárdal, Óli í Skálanesi með einn að veiða kú a sv. 4, fellt við Hrútárdrög í Sf, Sveinbjörn Valur með tvo að veiða kýr á sv. 4, fellt i Sörlastaðadal, Júlíus með einn að veiða kú á sv. 4, Sævar með einn að veiða kú og annan að veiða tarfa á sv. 5, fellt undir Kili og í Sandvík, Sigurgeir með einn að veiða kú á sv. 5, fellt á Kili í Viðfirði, Stefán Karl með tvo að veiða kýr á sv. 5, fellt undir Nónskarði í Viðfirði, Ívar Karl með einn að veiða tarf á sv. 5, fellt í Skógdalsfjalli, Jónas Hafþór með einn að veiða tarf á sv. 6, fellt í Stöðvarfirði, Arnór Ari með einn að veiða kú og annan að veiða tarf á sv. 6, fellt i Stöðvarfirði, Ómar með einn að varða tarf á sv. 6, fellt á Breiðdalsheiði, Grétar með tvo að veiða tarfa á sv. 7, fellt á Þrándarnesi, Henning með einn að veiða kú á sv. 7, fellt í Flugustaðadal, Stebbi Magg með tvo að veiða kýr á sv. 7, ein felld í Starmýrardal, Stefán Eggert með einn að veiða kú a sv. 7, fellt í Geithellnadal, Ívar Karl með einn að veiða kú á sv. 7, fellt í Geithellnadal, Eiður Gísli með þrjá að veiða kýr á sv. 7, fellt í Geithellnadal, Gunnar Bragi með einn að veiða kú á sv. 8, fellt inn af Starmýrardal, Skúli Ben með einn að veiða kú á sv. 8, fellt í Blágilsbotnum.
Til baka