Veiðifrétt

13.08.2024 08:05

13. ágúst 2024

Þá er rigning og þoka á undanhaldi. Nú hljóta menn að nýta góða daga sem framundan eru: Villi í Möðrudal með einn að veiða kú á sv. 1, fellt norðan við Dragakofa, Snæbjörn með einn að veiða tarf á sv. 1, Helgi Jenss. með einn að veiða tarf á sv. 1, Siggi Aðalsteins með einn að veiða tarf á sv. 2, fellt á Eyjabökkum, Þorsteinn Jóhanns. með einn að veiða kú á sv. 2, fellt við Ytri Bergkvísl, Ómar með einn að veiða kú á sv. 2, fellt á Hallormsstaðahálsi, Jónas Hafþór með einn að veiða tarf á sv. 3, fellt í Bakkadal, Þorsteinn Aðalst. með tvo að veiða kýr á sv. 4, fellt í Skolleyrarbotni, Sævar með þrjá að veiða kýr á sv. 5, Stefán Kristm. með einn að veiða tarf á sv. 5, fellt á Hallstteinsvarpi, Arnar Þór með einn að veiða tarf á sv. 6, fellt undir Gunnarstindi, Jón Magnús með einn að veiða tarf og annan að veiða kú á sv. 7, fellt í Búlandsdal, Eiður Gísli með einn að veiða tarf á sv. 7, fellt á Melrakkanesfjalli.
Til baka