Stök frétt

Umhverfisstofnun auglýsir eftir umsóknum um styrki til strandhreinsana á árinu 2024.

Umsóknarfrestur er til 10. október 2024 

Félagasamtök, áhugamannafélög, íþróttafélög og aðrir lögaðilar geta sótt um styrki fyrir verkefni sem felst í hreinsun strandlengju Íslands á árinu 2024.

Nýverið kynnti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra breytingar á reglum um styrkveitingar til verkefna sem miða að hreinsun strandlengju Íslands. Áherslan hefur verið aukin á að styrkirnir séu nýttir í skipulegar hreinsanir, sérstaklega nú á lokaspretti átaksins. Við mat á umsóknum er nú lögð meiri áhersla á umfang hreinsana, í samræmi við meginmarkmið styrkveitinganna um að hreinsa strandlengjuna á markvissan hátt.