Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Eftirlitsverkefni Umhverfisstofnunar og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga um örveruástand á kjúklingum á markaði var framkvæmt á tímabilinu júlí til september í ár. Niðurstöður af örveruástandi á kjúklingakjöti á markaði sýndu að 7 sýni eða tæplega 13% voru Campylobactermengaðir. Í einu tilviki var um að ræða heilan, frosinn kjúkling. Öll hin sex sýnin sem greindust campylobactermenguð voru af ferskum kjúklingabitum. Ekkert sýnanna var mengað af Salmonellu.

Örveruástand kjúklingakjöts Júlí – september 2006