Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Umhverfissstofnun er tengiliður Íslands við RASFF (Rapid Alert System for Food and Feed) viðvörunarkerfi Evrópusambandsins og fær stofnunin tilkynningar daglega um varasöm matvæli og fóður sem fundist hafa á markaði. Tilkynningar eru flokkaðar og ýmist afgreiddar af Umhverfisstofnun eða áframsendar til Fiskistofu, Landbúnaðarstofnunar og Lyfjastofnunar, eins og við á.

Það voru sendar tæplega 7000 tilkynningar á síðasta ári. Af þeim voru 45% tilkynninga um vörur sem þegar voru komnar á markað. Í 46% tilfella voru vörur stöðvaðar við landamæraeftirlit. Á síðasta ári tengdust 10 ný lönd kerfinu og það leiddi til fjölgunar á tilkynningum.

Árskýrslan á pdf