Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Drykkjarglös með myndum af teiknimyndapersónum hafa verið mæld með tilliti til flæði blýs og kadmíums. Reyndist of mikið magn af blýi flæða úr glösunum. Mælingin fór fram í Þýskalandi og voru glösin til sölu hér á landi, en varan hefur verið innkölluð af markaðnum. Upplýsingar um vöruna bárust með viðvörunarkerfinu RASFF (Rapid Alert System for Food and Feed.)

Upplýsingar um vöru:

Heiti: Diddl

Framleiðandi: Depesche Vertieb GmbH &Co.KG.

Vörunúmer: Art. Nr. (04) 0388.006,

Strikamerking: EAN 4010070115586

Notkun á glösunum er ekki lífshættuleg en skaðleg til langframa. Blý getur haft skaðleg áhrif á taugakerfi og meltingarveg. Auk þess getur það leitt til blóðleysis. Fóstur og lítil börn eru sérstaklega viðkvæm fyrir blýi.

Umhverfisstofnun vill benda þeim á sem gætu hafa keypt vöruna að farga henni eða fara með glösin og fá endurgreitt á sölustað.

Samkvæmt upplýsingum frá innflytjanda voru u.þ.b. 30 glös sem seldust hér á landi.

Þessi glös hafa eingöngu verið til sölu í Bókabúð Böðvars í Hafnafirði og í AHA í Kringlunni.