Friðlýst svæði

Friðlýst svæði á Íslandi eru rúmlega 130 talsins.

Friðlýst svæði um allt land veita einstök tækifæri til að tengjast náttúrunni, hvíla hugann og dást að fegurðinni sem hver árstíð færir.

Með friðlýsingu tryggjum við rétt okkar og komandi kynslóða til að njóta ósnortinnar náttúru. Ósnortin náttúra er takmörkuð auðlind sem fer þverrandi á heimsvísu.

Reglur um friðlýst svæði eru mismunandi og fara eftir markmiðum friðlýsingar, eðli svæðisins og samkomulagi við hagsmunaaðila.

Kort af svæðunum: