Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Skipaflutningar

Síðast uppfært: 21. október 2025

 

Úthlutun

Þann 26. júní 2025 voru flugrekendur búnir að fá úthlutað endurgjaldslausum losunarheimildum fyrir árið 2024.

Þeir flugrekstraraðilar sem fengu úthlutað endurgjaldslausum losunarheimildum á núverandi viðskiptatímabili má sjá í töflunni hér að neðan ásamt þeim fjölda losunarheimilda sem hverjum var úthlutað. Þessi tafla inniheldur úthlutanir vegna flugs innan EES-svæðisins, til Bretlands og til og frá Sviss. Athugið að viðbótarheimildum sem heimilt er að úthluta endurgjaldslaust til flugrekenda sem fljúga til og frá Íslandi að ákveðnum skilyrðum uppfylltum hefur ekki verið úthlutað og verður taflan uppfærð að því loknu.

Uppgjör

Þann 1. október 2025 voru öll skipafélög sem falla undir ábyrgð íslenskra stjórnvalda búin að gera upp nægan fjölda losunarheimilda vegna losunar sinnar árið 2024. Skipafélög féllu í fyrsta skiptið undir ETS-kerfið þann 1. janúar 2024 og þurfa aðeins að gera upp hluta af losun sinni árin 2024 (40%) og 2025 (70%). Skipafélög munu þurfa að gera upp losunarheimildir vegna allrar losunar sinnar sem fellur undir ETS-kerfið árið 2026, en það uppgjör mun fara fram fyrir 30. september árið 2026. Einnig fá skipafélög að skila af sér færri losunarheimildum vegna skipa með ísflokk til og með 2030.

Árið 2024 voru sex skipafélög sem féllu undir ábyrgð íslenskra stjórnvalda í ETS-kerfinu, þar af eitt íslenskt. Skipafélög geta bæst við ef þau sigldu ekki ferðir innan EES svæðisins á árunum 2019-2023 og fyrsta ferð þeirra innan EES hefst eða lýkur í íslenskri höfn. Nú þegar hafa bæst við tvö skipafélög sem munu þurfa að gera upp losun sína fyrir árið 2025 fyrir 30. september2026.

Eina íslenska skipafélagið sem fellur undir íslensk stjórnvöld í ETS-kerfinu er Eimskip, en það er jafnframt það skipafélag sem mest losun er frá af þeim skipafélögum sem falla undir kerfið á Íslandi.

Önnur skipafélög sem féllu undir íslensk stjórnvöld árið 2024 eru Lindblad Expeditions LLC (Bandaríkin), Anglo-Eastern Cruise Management Inc. (Bandaríkin), Hinase Ship Management Co., Ltd. (Japan), Compass Shipping 37 Corporation Limited (Marshall eyjar) og LFonds Management Pvt. Ltd. (Indland).

Heildarlosun frá skipafélögum sem þurftu að gera upp í ETS á Íslandi var 98.746 tonn CO2-ígilda en þar af þurftu félögin að skila af sér losunarheimildum fyrir alls 37.989 tonn CO2-ígilda.

Á gagnvirka grafinu hér að neðan er hægt að skoða staðfesta losun frá 2024 frá öllum skipafélögum sem gera upp í ETS á Íslandi. Með því að velja strikin þrjú í hægra horninu er hægt að hala niður gögnunum.