Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur borist umsókn frá ArcticLAS um leyfi til afmarkaðrar notkunar erfðabreyttra lífvera, annarra en örvera, í tilraunadýraaðstöðu fyrirtækisins að Krókhálsi 5d, 110 Reykjavík.

Starfsemin sem hér um ræðir fellur undir lög nr. 18/1996 um erfðabreyttar lífverur og reglugerð nr. 276/2002 um afmarkaða notkun erfðabreyttra lífvera, annarra en örvera. Starfsemin fellur undir afmörkunarflokk 3. 

Til samræmis við reglugerð nr. 276/2002 verður óskað eftir umsögnum frá ráðgjafanefnd um erfðabreyttar lífverur og Vinnueftirlitinu.
Umhverfisstofnun mun auglýsa ákvörðun sína um útgáfu leyfis þegar það liggur fyrir.